Færslur: 2019 Janúar
21.01.2019 09:24
Námskeið á Skáney fyrir börn 9-15 ára
Æskulýðsnefnd Snæfellings augýsir:
Helgina 15.-17.mars er fyrirhugað reiðnámskeið fyrir börn á Skáney.
Mæting er kl. 16 á föstudeginum og námskeiðinu líkur á sunnudeginum kl. 13 .
Námskeiðið er ætlað börnum 9-15 ára sem eru skráði í Snæfelling
Nauðsynlegt er að börnin hafi sofið að heiman áður án vandkvæða og séu sjálfbjarga með
græja sig fyrir svefn og um morgunin osfrv.
Á námskeið er farið yfir öll helstu atriði hestamennskunnar umhirða, gjafir og reiðmennska.
Í fyrra fór hópur af Snæfellingsbörnum á Skáney og var mikið fjör og ánægja með dvölina
? Verðið er 26 þúsund á barn, innifalið er námskeiðshestur, kennsla, fæði og húsnæði.
Athugið að Hestamannafélagið Snæfellingur styrkir félagsbörn um 5.000 kr.
Skráning og upplýsingar um námskeiðið er hjá nadinew@simnet.is - eða í síma 862-3570 (ath. það komast max 15 börn á námskeiðið - fyrstur kemur, fyrstur fær :) +
18.01.2019 13:38
Snæfellingsúlpur
Snæfellingsúlpur
Ákveðið hefur verið að panta úlpur og merkja þær Snæfelling með merkinu að framan og aftan á stendur Snæfellingur.
Úlpan kostar með merkingu,
12.000 kr. fyrir fullorðna
11. 000 kr. fyrir 16 ára og yngri.
9.000 kr. fyrir þá sem taka stærð 8 eða 10 en það eru minnstu stærðirnar
Ætlum að vera á eftirtöldum stöðum
Laugardagur, Stykkishólmur Laufásvegur 1 kl. 17.00 til 17.30
Sunnudagur, Hrísdalur kl. 14 til 14.30
Mánudagur, Grundarfjörður Fákasel kl. 18 til 18.30
Mánudagur, Ólafsvík Reiðhöllin kl. 19 til 19.30
En þeir sem komast ekki á þessum tímum geta bara haft samband og úlpurnar verða eitthvað lengur hér fyrir vestan en þó ekki lengi.
senda annað hvort póst herborgsig@gmail.com eða hringja 8931584 Sigga
Kveðja Stjórnin
14.01.2019 23:06
Knapamerkjanámskeið
Knapamerkjanámskeið
Snæfellingur ætlar að bjóða uppá knapamerki 1 í samstarfi við Bjarka Þór Gunnarsson og Elisabeth Marie.
Námskeiðið mun kosta 27.500 fyrir félagsmenn og mun Snæfellingur niðurgreiða fyrir börn svo það kostar 17.500 kr fyrir þau. Fyrir utanfélagmenn er þetta 33.000 kr. Borga þarf gjald í reiðhallirnar og verða það 500 fyrir hvert skipti og þá bætast við 5500 kr. fyrir hvern fullorðinn en börn, unglingar og ungmenni fá frítt í reiðhallirnar.
Reiknað er með 11 tímum í verklegt og bóklegi hlutinn verður unnið eitthvað samhliða verklegu en þó verða líka bóklegir tímar.
Kennt verður i reiðhöllunum á þéttbýlisstöðunum og í Söðulsholti og verður þessu eitthvað skipt niður eftir hvaðan nemendur koma og vera með eina helgi í Söðulsholti, stefnt er á 9 og 10 feb.
Reiknað er með að byrja í næstu viku
Bjarki tekur við skráningum í bjgu@mail.holar.is í síðasta lagi 17 janúar.
Greiða þarf 5000 kr. í staðfestingargjald um leið og skráð er inná reikning 0191 26 876 kt. 4409922189 og sendi kvittun á olafur@fsn.is
Við ætlum að bjóða uppá að borga eftirstöðvarnar í tvennu lagi. 1 feb. og 1. mars þeir sem hafa áhuga að þessu sendi línu á olafur@fsn.is
Stjórn Snæfellings
- 1