Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 11:45

Dagsskrá

Opið hestaíþróttamót Snæfellings

 

Opna íþróttamót Snæfellings verður haldið í

Grundarfirði miðvikudaginn 1. maí

Mótið hefst kl. 10:00

 

Dagskrá: 

 

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur,  2, flokkur, barna-, unglinga- og       ungmennaflokkur

Fimmgangur:  opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2, flokkur, opinn flokkur.

Pollaflokkur, þar má teyma undir eða ríða sjálfur, allir fá þátttökupening. Skráning á staðnum.

 

Matarhlé

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur,  2, flokkur, barna-, unglinga- og       ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Stutt hlé

Tölt: barnaflokkur unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2, flokkur, opinn flokkur.

Gæðingaskeið opinn flokkur

 

 

Mótanefndin

 

 

29.04.2013 22:00

Ráslisti

Endurbættur ráslisti fyrir Íþróttamótið Ráslisti Íþróttamót.xlsx

27.04.2013 10:20

Frestun á Íþróttamótinu

Vegna verulega slæms veðurútlits sunnudaginn 28. apríl hefur verið ákveðið að fresta íþróttamótinu til miðvikudagsins 1. maí.

Ef það eru einhverjir sem geta ekki verið með þá geta fengið endurgreitt, seti sig í samband við Ásdísi asdissig67@gmail.com s:8458828. Einnig ætlum við að opna aftur fyrir skráninu inn á sportfengur.com til sunnudagskvölds 28.apríl ef það eru einhverjir sem geta verið með 1. maí.

 

Kveðja Mótanefnd Snæfellings

20.04.2013 15:26

Íþróttamót 2013

 
 
 
Opið íþróttamót Snæfellings
í Grundarfirði  sunndudaginn 28. apríl kl. 10
 
-Barnaflokkur -
V2( fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
 
-Unglingafl. -
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
-Ungmennafl. - 
 
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),
 T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
 
-2.flokkur. - 
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T7 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, Hægt tölt snúið við frjáls ferð á tölti). 
Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.
 
-Opinn flokkur -
 V1,(fjórgangur)
 F1,(fimmgangur)
 T1,(tölt)  einn inn á vellinum í einu í öllum greinum í opna flokknum.
 
Gæðingaskeið
 
100 m skeið
 
Pollaflokkur 9 ára og yngri verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn
 
Athugið breyttar reglur:
Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1. Lámarkseinkunn var feld niður og því mega  allir keppa í (V1, F1, T1,).  Einnig  minnum við á að nú þarf barn að verða að lágmarki 10 ára á árinu til að mega keppa.
 
 
Skráningar:
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

 
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 2000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagur 25. apríl á miðnætti og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.
 
 
Skráningakerfið - leiðbeiningar
Það er búið að útbúa kennslumyndband þar sem farið er í gegnum skráningu á mót með skráningakerfi okkar hestamanna. Myndbandið er hér.
Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við: 
Sigurodd í síma 8979392 
 
Kveðja Mótanefnd Snæfellings

16.04.2013 13:55

Íþróttamót Glaðs

Íþróttamótið fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 20. apríl og hefst stundvíslega kl. 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Pollaflokkur (9 ára og yngri): tölt á frjálsum hraða, 1 hringur upp á hvora hönd

Tölt T3: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

100 m skeið

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.


Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við: 
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is    

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 17. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

 

Breyttar reglur:

Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1 sem við höfum hingað til keppt í.

11.04.2013 23:40

Þrautabraut og grill

Þrautabraut og grill

Æskulýðsnefndin ætlar að vera með "hitting" Þrautabraut (smala) og grillaðar pulsur í reiðhöllinni í Grundafirði kl. 14:00 laugardaginn 20 apríl. Ef einhver getur ekki komið með hest reynum við að aðstoða við að útvega hesta.

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og eru allir krakkar og unglingar  velkomin.

Ef einhver er ekki í Snæfellingi og langar að vera með getur hann/hún skráð sig í félagið á staðnum en það er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum sem flesta að koma og eiga skemmtilega stund saman.

Svo við getum áætlað hvað þarf að versla mikið þarf að tilkynna þátttöku fyrir KL. 22:00 fimmtudaginn 18 apríl í netfangið herborg@emax.is eða í síma 893 1584

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja æskulýðsnefnd

10.04.2013 09:16

Viðburðir framundan hjá félaginu

Æskulýðsdagur í reiðhöllinni í Grundarfirði laugardaginn 20. apríl

Íþróttamót sunnudaginn 28. apríl í Grundarfirði

Gæðingakeppni og úrtaka fyrir fjórðungsmót laugardaginn 8 júní  á Kaldármelum

  • 1
Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 297054
Samtals gestir: 43110
Tölur uppfærðar: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar