Færslur: 2022 Ágúst

19.08.2022 11:02

Eyraroddareiðin 2022

Eyraroddareiðin þann 27.ágúst næstkomandi

Þá liggur fyrir nokkuð klár áætlun fyrir Eyrarsveitarreiðina. Aðsetur okkar verður á Þórdísarstöðum.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

Við hvetjum alla sem ætla að koma að muna eftir að skrá sig svo hægt verði, vegna innkaupa, að áætla nógu tímanlega magntölur. Skráning fer fram hjá Óla Tryggva í netfangið olafur@fsn.is þá er jafnframt gert ráð fyrir að greitt verði fyrir þátttökuna sem staðfestingu á skráningu með því að leggja inná reikninginn 0191-26-850 kt. 120365-3049. Síðasti dagur skráningar er miðvikudagurinn 24. ágúst.

Verðið er 5000 kr. En 2.500 fyrir 15 ára og yngri. Innifalið í verðinu eru léttar veitingar á Þórdísarstöðum fyrir þá sem koma ríðandi á föstudeginum. Snarl í reiðtúrnum á laugardeginum og grillveisla um kvöldið. Allir velkomnir í grillið þó ekki sé farið í reiðtúrinn. Einungis verður um eitt verð að ræða.

Beitargjald er frítt fyrir þá sem taka þátt í reiðinni en kr. 3000 fyrir þá sem mögulega koma ríðandi en taka ekki þátt í laugardeginum.

Nú er um að gera að mæta, njóta hesta og samvista við hestamenn í fallegu umhverfi.

Gott í bili

Undirbúningsnefndina skipa: Hallur Pálsson formaður, Heiðar Bjarnason, Ólafur Tryggvason og Lárus Ástmar Hannesson.

  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 296691
Samtals gestir: 42994
Tölur uppfærðar: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar