30.11.2010 20:11
Mótorhjól og hestar
Mótorhjól og hestar eiga enga samleið
Hestar hafa næma heyrn. Þeir eru viðkvæmir fyrir hátíðnihljóðum en heyra lágtíðnihljóð verr en mannfólkið.
Hestar hræðast bæði hljóð og hreyfingu mótorhjóla og þar sem þeir eru flóttadýr bregðast þeir við ógn með því að hlaupa eins og þeir eigi lífið að leysa. Við slíkar aðstæður skapast mikil hætta á slysum hjá hestamönnum og mikilvægt að mótorhjólamenn taki tillit til þessa
Mótorhjólamenn
- Ekki aka á reiðvegum
- Stöðvið hjólin og drepið á þeim, ef hestar eru í nánd
- Setjið hjólin ekki í gang fyrr en hestamenn eru örugglega komnir vel fram hjá
Hestamenn
- Notið áberandi fatnað og endurskin
- Verið í góðum tengslum við mótorhjólamenn
Virðum reglur og höfum samskiptin í lagi svo allir geti haft ánægju af sínu áhugamáli.
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28