17.01.2011 20:02

Ótitlað

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00.  Má segja að um sé að ræða tilraun til að endurvekja sýningar sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi.
 
Ætlunin er að sýna fram á og sanna að Vestlendingar eigi góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk - jafnt unga sem aldna.
 
Þess er óskað að allir þeir sem hafa ábendingar um atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari komi ábendingum á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson     amundi@isl.is  gsm 892 5678
 
Baldur Björnsson         baldur@vesturland.is   gsm 895 4936
 
Stefán Ármannsson     stefan@hroar.is           gsm 897 5194 (aðallega tengiliður varðandi kynbótahross)
 
Þessir menn munu síðan væntanlega fá fleiri til liðs við sig til að velja sýningaratriði og jafnvel fá aðila til að sjá alfarið um ákveðin atriði.
 
Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist nú og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.
 
 
Kveðja
 f.h. Seláss ehf. (rekstraraðila Faxaborgar)
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar