23.01.2011 12:31
Folaldasýning
Folaldasýning 2011.
Laugardaginn 29. Janúar, kl. 13:00 ætlum við, í Söðulsholti, í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í
Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í
síma 899-3314 eða með tölvupósti til: einar@sodulsholt.is. Sýningin er
öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað,
föður, móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo
velja gestir fallegasta folaldið.
Skráningargjald greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 27. Janúar.