03.02.2011 20:51
Námskeið
Ertu í vandræðum með hestinn þinn???? Er hann stressaður, stífur, latur, leiðinlegur í
beisli, vill ekki brokka eða vill ekki tölta, er hann bundinn á tölti,
hoppandi upp á fótinn, viltu komast hraðar á tölti eða æfa hæga tölti, stökk,
eða fimiæfingar???? Hvað sem vandamálið er þá er alveg pottþétt
til lausn á vandanum ;0) svo heppilega vill til að hinn eini sanni
Magnús Lárusson er að koma 12-13 febrúar og verður með reiðnámskeið hjá okkur,
námskeiðið hentar jafnt minna sem meira vönum, byrjendum sem atvinnumönnum. Og það er alveg öruggt að Maggi er með svör og
ráð við öllum vandamálum sem tengjast hrossum.;0) Námskeiðið kostar 20.000 helgina og er innifalið
hádegismatur og kaffi,kennt er í 4 manna hópum og hver hópur er tekinn 4
sinnum yfir helgina og svo 2 bóklegir tímar líka.
Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
sodulsholt@sodulsholt.is
www.sodulsholt.is