03.02.2011 23:09
Meistaradeildin
Meistaradeildin á RÚV
Senn líður að fyrsta þætti um Meistaradeild í hestaíþróttum. Þættirnir verða sýndir vikulega á RÚV á mánudagskvöldum klukkan 22:40. Fyrsti þátturinn verður sýndur mánudaginn 7. febrúar.
Í ár verða þættirnir með breyttu sniði frá því undanfarin ár. Sú breyting verður á að hver þáttur verður styttri en áður og verða þeir sýndir vikulega fyrir vikið. Þáttarstjórnandi í ár eins og í fyrra verður Samúel Örn Erlingsson en þættirnir eru unnir af Kukl ehf.
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 448271
Samtals gestir: 53746
Tölur uppfærðar: 16.12.2025 08:58:36
