10.02.2011 00:10
Kvennatölt
Bleikt Töltmót - Bara fyrir konur
Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt
Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.
Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt
verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.
Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna
óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á
brjóstakrabbameini.
Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is þar sem koma þarf
fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið
er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og
660-1750.
Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.
Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn
brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í
tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu.
Með
Kveðju
Drífa
Daníels
( Fákur )
Gsm:893-3559