18.03.2011 16:40
Landsmót
Miðasala
Landsmóts 2011 er hafin!
Miðasala
Landsmóts 2011, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26.júní til
3.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts, http://www.landsmot.is/.
Félagar innan
Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af
miðaverði í forsölu til 1.maí.
Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. N1 kortið veitir
afslátt af eldsneyti og ýmsum vörum og þjónustu, t.d. á þjónustustöðvum, á
hjólbarða- og smurverkstæðum, í verslunum, á sjálfsafgreiðslustöðvum og hjá
fjölda samstarfsaðilum. Kortið er einstaklega auðvelt í notkun um land allt.
Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum
seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins.
Á heimasíðu
Landsmóts má finna glæsilegt kynningarmyndband um mótið.