23.03.2011 14:38
Þrautabraut og grill
Þrautabraut og grill
Æskulýðsnefndin ætlar að vera með "hitting" Þrautabraut (smala) og grillaðar pulsur í reiðhöllinni í Grundafirði kl. 15:00 á sunnudaginn 27 mars. Ef einhver getur ekki komið með hest er hægt að fá lánaða góða hesta á staðnum.
Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og eru allir krakkar og unglingar velkomin.
Ef einhver er ekki í Snæfellingi og langar að vera með getur hann/hún skráð sig í félagið á staðnum en það er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum sem flesta að koma og eiga skemmtilega stund saman.
Svo við getum áætlað hvað þarf að versla mikið þarf að tilkynna þátttöku fyrir KL. 22:00 föstudaginn 25 mars hjá Eddu Sóley í síma 8930624 eða asdis@hrisdalur.is eða síma 8458828 Ásdís
Vonumst til að sjá sem flesta
Kveðja æskulýðsnefnd