09.04.2011 11:34
Lokaundirbúningur Vesturlandssýningarinnar
Nú er komið að lokaundirbúningi fyrir Vesturlandssýninguna í Faxaborg 15/4 nk.
Nú er hugmyndin að væntanlegir sýnendur geti komið með hross sín í Faxaborg um helgina til að sýna þeim húsið og æfa. Hægt verður að vera til 15:00 á laugardaginn en kl. 17:00 er fyrirhugað töltmót á vegum Skugga og Faxa. Svo er hægt að nota allan sunnudaginn.
Við höllina er hesthús með 19 stíum og geta aðkomumenn fengið það til afnota þannig að þeir geta komið t.d. á föstudags- eða laugardagskvöld og geymt hrossin yfir nótt í hesthúsinu. Við munum útvega hey handa þeim sem vilja.
Væntanlegir sýnendur munu síðan hafa forgang í höllina í næstu viku fyrir utan fasta bókaða tíma.
Heiða Dís Fjeldsted hefur tekið að sér að sjá um atriði með börnum og unglingum. Börn og unglingar sem hafa áhuga á því að taka þátt í því atriði skulu mæta í Faxaborg kl. 13:00 á sunnudaginn. Í framhaldi af því mun Heiða Dís væntanlega velja þá sem hún vill að taki þátt í sýningunni.
Þeir sem ætla að koma um helgina eru beðnir að hafa samband við Ámunda gsm 892 5678.
Ég bið ykkur að koma þessari tilkynningu helst inn á heimasíður félaga ykkar og/eða framsenda hana á félagsmenn þ.e. dreifa þessu sem víðast.
Nú ríður á að Vestlendingar sýni að þeir eigi frambærilegt hestafólk og hross. Leggjum nú okkar að mörkum til að sanna það.
Kveðja
f.h. undirbúningsnefndar
Ingi Tryggvason
vs. 437 1700 / 860 2181