14.04.2011 12:04

Knapafundur

Góðan dag

Knapafundur verður kl. 17:00 á föstudaginn 15/4 nk. í Faxaborg.  Fyrir þann tíma þurfa því allir knapar að vera mættir í Borgarnes.  Ámundi Sigurðsson stjórnar fundinum og sýningunni um kvöldið og aðstoðarmaður hans er Baldur Björnsson.

Sýningarhaldarar munu útvega stíur fyrir alla stóðhesta sem verða á sýningunni.  Í hesthúsinu við Faxaborg eru 19 stíur.  Þá verður reynt að losa hesthús upp í hesthúsahverfi og fá þar pláss fyrir sýningarhross.  Þeir sem óska eftir plássi fyrir hross hafi samband við Ámunda ( amundi@isl.is ).  En það væri mjög gott að þeir knapar sem eiga möguleika að útvega sér pláss annars staðar í Borgarnesi eða nágrenni geri það.  Hross á sýningunni verða líklega um 80 og því ljóst að aldrei verður hægt að útvega pláss fyrir þau öll.  Biðjum knapa og eigendur hrossa að sýna því skilning.

 Ég er alls ekki með netföng hjá öllum knöpum en bið ykkur að dreifa þessu á alla sem þið eruð með netföng hjá.

Stefán Ármannsson:  Þú dreifir þessu á kynbótaknapa.

Vinsamlega fylgist með  faxaborg.is en þar verða settar inn tilkynningar ef ástæða þykir til.

Kveðja

f.h. undirbúningsnefndar

Ingi Tryggvason

s. 437 1700  / 860 2181 

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar