14.04.2011 12:04
Knapafundur
Góðan dag
Knapafundur verður kl. 17:00 á föstudaginn 15/4 nk. í Faxaborg. Fyrir þann tíma þurfa því allir knapar að vera mættir í Borgarnes. Ámundi Sigurðsson stjórnar fundinum og sýningunni um kvöldið og aðstoðarmaður hans er Baldur Björnsson.
Sýningarhaldarar munu útvega stíur fyrir alla stóðhesta sem verða á sýningunni. Í hesthúsinu við Faxaborg eru 19 stíur. Þá verður reynt að losa hesthús upp í hesthúsahverfi og fá þar pláss fyrir sýningarhross. Þeir sem óska eftir plássi fyrir hross hafi samband við Ámunda ( amundi@isl.is ). En það væri mjög gott að þeir knapar sem eiga möguleika að útvega sér pláss annars staðar í Borgarnesi eða nágrenni geri það. Hross á sýningunni verða líklega um 80 og því ljóst að aldrei verður hægt að útvega pláss fyrir þau öll. Biðjum knapa og eigendur hrossa að sýna því skilning.
Stefán Ármannsson: Þú dreifir þessu á kynbótaknapa.
Vinsamlega fylgist með faxaborg.is en þar verða settar inn tilkynningar ef ástæða þykir til.
Kveðja
f.h. undirbúningsnefndar
Ingi Tryggvason
s. 437 1700 / 860 2181