03.05.2011 09:55
Reiðnámskeið
Reiðnámskeið var haldið í apríl á vegum
Hestaeigendafélags Grundarfjarðar og Snæfellingshallarinnar sem staðsett er í
Grundarfirði. Reiðkennari var Lárus
Ástmar Hannesson úr Stykkishólmi og komu þátttakendur allstaðar af
Snæfellsnesi. Rúmlega 30 þátttakendur á
öllum aldri tóku þátt í skemmtilegu námskeiði þar sem eitt af markmiðunum var
að veita innsýn í sýningar og keppni.
Endað var á léttri keppni í tölti, fjórgangi og fimmgangi þar sem
leiðbeint var í gegnum helstu atriði innan vallar, síðan grillaðar pylsur og 20
manns sprettu síðan úr spori í reiðtúr.
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 402
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 416073
Samtals gestir: 52777
Tölur uppfærðar: 14.10.2025 01:36:05