23.05.2011 00:26

Íþróttamótið

Sæl,

Þau ykkar sem voruð hér í Hólminum á laugardaginn á íþróttamótinu, takk fyrir góðan dag.  Það sem einkenndi þetta mót voru allir nýju keppendurnir sem tóku þátt til hamingju með það.  Þessi breyting er eitthvað sem við skulum hlúa að og bæta í.

Setjum okkur það markmið að innan tveggja ára verði keppni félagsmanna Snæfellings orðin sú mesta sem gerist.

Ég legg því til að við stefnum öll á félagsmótið okkar þann 13. júní og við verðum þar með flokk fyrir minna keppnisvana þar sem inná eru 3 í einu og riðin svokölluð "sérstök" forkeppni.  Hún fer þannig fram að þulur stjórnar og er riðið þannig:

B: flokkur, hægt tölt, brokk og greitt tölt.

A: flokkur, tölt brokk og skeið  en einnig er gefin einkunn fyrir vilja og fegurð í reið í báðum flokkum.

Gaman væri ef einhver af þeim sem kepptu í minna vönum leggðu umræðunni til nokkrar línur til hvatningar fyrir aðra.

 

Bestu kveðjur

Lárus Ástmar

 

 

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar