14.11.2011 23:48
Vel heppnuð uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Snæfellings tókst frábærlega og þökkum við þeim sem komu og tóku þátt í þessu með okkur. Mætingin var mjög góð þar sem um 70 manns komu saman að Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit, borðuðu veislumat og skemmtu sér. Það voru veitt verðlaun, dregið í happdrættinu og mikið sungið. Þökkum við öllum þeim sem gáfu vinninga í happdrættið og þeim Kóngsbakkamönnum fyrir að lána okkur aðstöðuna.
4 v Stássa frá Naustum bygg 8,05 hæf 8,00 aðal 8,02 Illugi Pálsson, Naustum
5 v
Skriða frá Bergi bygg 8,13 hæf 8,43 aðal 8,31 Jón Bjarni, Bergi
6 v
Brá frá Bergi bygg 8,02 hæf 8,40 aðal 8,25
Anna Dóra, Bergi
7 v
og eldri Pollý frá Leirulæk bygg 8,03 hæf 8,08 aðal 8,06 Hrísdalshestar sf
Ræktunarverðlaun fyrir stóðhesta
4 v Haki frá Bergi bygg 8,18 hæf 8,01 aðal 8,07 Jón Bjarni, Bergi
5 v Valur frá Keldudal bygg 7,89 hæf 8,30 aðal 8,13 Hrísdalshestar sf
6 v Sporður frá Bergi bygg 8,11 hæf 8,27 aðal 8,21 Jón Bjarni, Bergi
7 v og eldri Uggi frá Bergi bygg 8,24 hæf 8,79 aðal 8,57 Jón Bjarni, Bergi
Hvatningarverðlaun
Harpa Lilja Ólafsdóttir
Guðrún Ösp Ólafsdóttir
Arnar Ásbjörnsson
Margrét Þóra Sigurðardóttir
Knapi ársins
Siguroddur Pétursson Einnig voru veitt verðlaun fyrir Bestan árangur í yngri flokkum, þau fékk Guðný Margrét Siguroddsdóttir, en hún var ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum.
Ræktunarbú ársins og Þotuskjöldurinn.
Þotuskjöldinn og viðurkenningu fyrir ræktunarbú ársins fengu hjónin á Bergi í Eyrarsveit, Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson fyrir frábært ræktunarstarf, en s.l. 2 ár hafa þau verið tilnefnd til heiðursverðlauna Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Sturluson formaður, Jón Bjarni og Sæmundur Runólfsson dtaðarhaldari
Staðarhaldarinn fékk þann heiður að velja flottasta höfuðfatið og hann sagði að það ekki spurningu að Jón Bjarni hefði verið með flottasta höfuðfatið.