21.11.2011 21:24
Kortasjáin
Enn fleiri leiðir í Kortasjána
Reiðleiðirnar eru unnar ofan á myndagrunn frá Loftmyndum ehf. Samhliða skráningunni í kortasjána þá eru reiðleiðirnar skráðar á Exelform, reiðleiðaskrár, og reiðleiðunum gefin númer ( aðal- og kaflanúmer ), það er gert í samráði við Vegagerðina. Einungis eru skráðar þær reiðleiðir sem eru á aðal- og deiliskipulögum viðkomandi sveitarfélaga. Nýlega bættust við Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýsla.
Alls eru komar í kortasjána 745 reiðleiðir sem spanna yfir 5.586 km úr Borgarfirði og austur að Lómagnúp. Unnt er að taka gps ferla flestra reiðleiðanna af kortasjánni beint í gps tæki, þá eru flestir skálar einnig í kortasjánni.
Auðvelt á að vera fyrir hestamenn að skipuleggja hestaferðir af kortasjánni og hlaða leiðunum niður í gps tækin sín. Það á einnig við um gönguferðir þar sem sumar af þessum leiðum eru samnýtanlegar hesta- og göngufólki.
Næstu skref í skráningu reiðleiðanna verða norðan heiða, þ.e. Húnavatns- Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslur.
Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem þjónusta hestamennskuna eða ferðaþjónustu almennt geti gert sig sýnilega í kortasjánni með t.d. krækjum þaðan og á sínar heimasíður.
Hægt er að komast á kortasjána af heimasíðu LH www.lhhestar.is þar til hægri Kortasjá, eða beint áhttp://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=hestar
Landssamband hestamannafélaga
Skrifað af Sigga
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28