05.01.2012 23:50

Umgengisreglur


Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa ótakmarkaðan aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið,einkatíma og sýningar.  Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 14:00 til 23:00.

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín  til 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau.  Börnin mega ekki vera ein í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa aðgang að sal hallarinnar .

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl.  Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann eiga þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar,einkatíma eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja

 

Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar