14.02.2012 16:23

Æskulýðshittingur

  

Frá  Æskulýðsnefnd

Sunnudaginn 12.02. 2012 hittust tólf framtíðar hestamenn í Fákaseli í Grundarfirði ásamt foreldrum.

Tilefnið var að búa til hestanammi,hitta aðra krakka, og mynda tengsl.

Krakkarnir voru mjög dugleg að búa til nammið en það var töluvert drullumall, alt hafðist það samt á endanum og allir fóru með poka heim með sínu nammi. Sumum fannst nammið það gott að ekki var víst að hestarnir fengju nokkuð.á meðan bakað var tóku krakkarni í spil og svo fengum við pulsur.

Uppskrift

1bolli haframjöl

1 bolli rúgmjöl

Ein stórgulrót rifin ca einn bolli

3 matskeiðar síróp

½ bolli graskersfræ

Alt sett í ílát, hnoðað í höndunum og búnar til kúlur,þær eru svo bakaðar í 20 mín á 180 gr í ofni.

Næst hittumst við í Reiðhöllinni 15 apríl,þá verður þrautabraut og þeir sem geta fara í reiðtúr á eftir.

Takk krakkar fyrir flottan dag.

Með kveðju æskulýðsnefnd.

Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar