18.03.2012 19:17
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi 28. mars 2011, kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál.
a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.
Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.
Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.