28.03.2012 13:33
Hestadagar
Gobbedí gobb - Hestadagar framundan!
Borgarbúar kynnast hestinum
Laugardagurinn 31. mars verður helgaður hestinum í Ráðhúsi Reykjavíkur og munu hestar og hestamenn verða áberandi í miðbænum þennan dag.
Dagana 29. mars - 1. apríl verða Hestadagar í Reykjavík haldnir hátíðlegir og margt spennandi í spilunum þessa daga í borginni. Það er Landssamband hestamannafélaga í samvinnu við Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu og hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að viðburðinum.
Borgarbúar fá nú tækifæri til að kynnast íslenska hestinum í nærmynd.Laugardagurinn 31. mars verður helgaður hestinum í Ráðhúsi Reykjavíkur og munu hestar og hestamenn verða áberandi í miðbænum þennan dag.
Boðið verður upp á hestateymingar við Ráðhúsið, fyrirlestrar af ýmsum toga um hestinn, sögu hans og atferli. Línudans verður kynntur og gestum og gangandi boðið að læra nokkur spor. Dagskráin í Ráðhúsinu endar svo á því að Helgi Björns tekur nokkur vel valin lög.
Um kvöldið halda áhugasamir svo á einstaka töltkeppni í Skautahöllinni í Laugardal, þar sem "Þeir allra sterkustu" etja kappi í tölti á ís.
Hápunktur laugardagsins er SKRÚÐREIÐ um það bil 150 hesta frá Vatnsmýrarvegi, upp á Skólavörðuholt og niður Skólavörðustíginn og Bankastrætið, svo að Austurvelli og eftir Tjarnargötu inn í Hljómskálagarð og endað á sama stað og byrjað var við Vatnsmýrarveg.
Sunnudagurinn er svo helgaður æskulýðnum í hestamennskunni en sýningin Æskan og hesturinn hefur gengið í mörg mörg ár og þar leiða saman hesta sína hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu. Ungir hestamenn sýna alls kyns kúnstir á fákum sínum í Reiðhöllinni í Víðidal og eru sýningar kl. 13 og kl. 16. Aðgangur er ókeypis og því borgar sig að mæta tímanlega!
Íííííííhhhhhaaaaaa, sjáumst á Hestadögum í Reykjavík
Dagskrána í heild sinni má finna inn á www.icelandichorsefestival.is
Skrifað af Siggu
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28