01.04.2012 22:05
Aðalfundur
Aðalfundur Snæfellings var haldinn í Stykkishólmi miðvikudaginn 28. mars
Á fundinum var nokkrum félagsmönnum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og þeir gerðir að heiðursfélögum.
Formaður Snæfellings afhendir Leifi Kr. Jóhannessyni heiðurskjöld, en Leifur er hvatamaður að stofnun Snæfellings
Efri röð
Gunnar Sturluson formaður, Leifur Kr. Jóhannesson,Tryggvi Gunnarsson, Högni Bæringsson, Hildibrandur Bjarnason,
Neðri röð Sesselja Þorsteinsdóttir, Ragnar Hallsson, Gunnar Kristjánsson. Á myndina vantar Krístínu Nóadóttir
Á fundinn kom Sigtryggur Veigar frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og hélt áhugaverðan fyrirlestur um húsvist hrossa. Þá fóru fram formannsskipti og er nýr formaður Ásdís Ólöf Sigurðardóttir á Eiðhúsum í Eyja- og Miklaholtshreppi, aðrir í stjórn eru Sæþór Þorbergsson, Stykkishólmi, varaformaður, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, ritari, Ólafur Tryggvason Grundarfirði, gjaldkeri, og Sigríður Sóldal, Stykkishólmi, meðstjórnandi.