24.04.2012 12:14

Glaður

 

___________________________________________________________________

Íþróttamót Glaðs

Opna íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal þriðjudaginn 1. maí.

 Mótið hefst kl. 10:00.

Dagskrá:  (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur                              

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

100 m skeið: Opinn flokkur

Skráningar fara fram hjá:

Þórði s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is

Svölu s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is

Herdísí s: 434 1663, netfang: herdis@audarskoli.is

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests, upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni og fyrir hvaða félag er keppt. Tekið er við skráningum til laugardagsins 28. apríl. Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir hverja skráningu.

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.

 

Flettingar í dag: 599
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 343021
Samtals gestir: 47314
Tölur uppfærðar: 2.5.2025 16:04:32

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar