25.05.2012 17:18

Ótitlað

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, undir stjórn Skugga, laugardaginn 09. júní næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Mótið hefst kl. 10:00.


Athygli er vakin á því að einungis verður forkeppni riðin, en ekki úrslit í úrtökunni.

Skráning allra félaganna verður sameiginleg og skal send á netfangið: jonkristj@hotmail.com (athugið að ef ekki kemur til baka staðfestingarpóstur á móttöku skráningar, hefur skráning ekki heppnast).  Við skráningu þarf að koma fram; IS númer hests, nafn og kt. knapa, nafn og kt. eiganda, keppnisgrein, félag sem keppt er fyrir og upp á hvora hönd skal riðið.

(Ath. Eigandi hests verður að vera skráður eigandi í WorldFeng þegar skráning fer fram).

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00, miðvikudaginn 06. júní, n.k.

Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga (3.000,- fyrir annan hest).  Skráningargjöld eru:  Kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.

Skráningargjöld þurfa að hafa borist fyrir lok skráningarfrests (kl. 22:00, 06.06.12) og greiðast inn á reikning:  0326-13-004810, kt: 481079-0399, senda þarf kvittun á netfangið: helga.bjork@simnet.is (setja þarf nafn hests sem skýringu).

Keppt verður í eftiröldum greinum:

A flokki gæðinga  -  B flokki gæðinga  -  Barnaflokki  -  Unglingaflokki  -  Ungmennaflokki.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Pétri á netfanginu: petursum@hotmail.com

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.

Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við mótanefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.

Nánari upplýsingar um mótið gefur Sigurður Stefánsson, form. mótan. Skugga,  í síma: 848-8010.

 

      

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar