16.08.2012 21:42

Bikarmót

Bikarmót Vesturlands

Bikarmót Vesturlands 2012 í hestaíþróttum verður haldið í Stykkishólmi þann 25.  ágúst. Tímasetning og nánari dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.
Upplýsingar verða kynntar á www.snaefellingur.123.is

Skráning fer fram á netfanginu asdissig67@gmail.com og hefst fimmtudaginn16. ágúst og lýkur kl 23:59 þriðjudagskvöldið 21. ágúst. Skráningargjald er 3000 kr. á hverja skráningu í 1. Flokki, en 1500 kr. í ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Ef ekki verður næg þátttaka í einhverjum flokkum verður sá flokkur sameinaður öðrum eða feldur niður. Keppt verður í hefðbundnum greinum og eru 2 inná vellinum í einu í öllum flokkum.

Reiknisnúmerið er 0191-26-876 kt.  440992-2189
Senda þarf kvittun í tölvupósti á asdissig67@gmail.com

Skýring: nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir.

 

Greiðsla þarf að hafa borist fyrir kl 13:00 miðvikudaginn 22. ágúst.
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn og kennitala keppenda.
Nafn hests og IS númer.
Hestamannafélag sem keppt er fyrir.
Keppnisgreinar og upp á hvora hönd er sýnt.
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Flokkar sem keppt er í á Bikarmóti Vesturlands 2012:

1. flokkur:
tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið

ungmennaflokkur:
tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið

unglingaflokkur:
tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið

barnaflokkur:
tölt, fjórgangur

100m skeið.

Kveðja,
Stjórn Snæfellings.

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar