17.12.2012 23:08
KB mótaröð 2013
Mótaröðin skemmtilega hefst 2. febrúar !!!!!!
Mótin hafa verið vel sótt undanfarin ár og góð stemmning hefur ráðir ríkjum í Faxaborginni, sem er reiðhöll okkar Vestlendinga. Í ár verður keppt í fjórgang, fimmgang, T4, T7, Tölti og Skeið í gegnum höllina.
Keppnin er opin öllum þeim sem áhuga hafa og frjálst er að taka þátt í þeim greinum sem áhugi er fyrir. Ekki er skylda að vera í liði heldur er einnig frjálst að keppa sem einstaklingur. Bæta má inn nýjum knöpum/liðsfélögum inn í liðin/mótið hvenær sem er þegar verið er verið að skrá inn fyrir hvert mót yfir allan veturinn.
Lagt er upp með að góður andi ríki yfir mótinu og sem skemmtilegust stemmning nái að myndast í liðunum. Flottir og skemmtilegir og/eða fallegir búningar, góða skapið og stemningin í hverju liði er metið í lok mótaraðarinnar og gríðarleg verðlaun hlýtur það lið sem þykir skara fram úr hvað það varðar.
Liðakeppni (lágmark 3 í liði – opin keppni), Einstaklingskeppni (opin keppni)
Flokkar: Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur
Mót vetrarins: 2. febrúar - fjórgangur, 23. febrúar – fimmgangur, T2 og T7-unglingar og börn. 16.mars - Tölt/ Skeið í gegnum höllina.
Tenglar.
http://faxaborg.123.is/ - Hestamannafélagið Faxi
http://hmfskuggi.is/ - Hestamannafélagið Skuggi
www.faxaborg.is – Reiðhöllin
Vonumst til að sjá sem flesta nýja sem og eldri keppendur mótaraðarinnar mæta hressa og káta á skemmtilegu mótaröðina okkar á komandi vetri.
Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og vera með á komandi vetri..... ;))))