04.01.2013 15:37

Járninganámskeið

 

Járning og hófhirða

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

 

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

 

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði.

 

Skráningar í gegnum nýtt kerfiwww.lbhi.is/namskeid

 

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar