14.01.2013 20:36
Folaldasýning 2013
Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti
Folaldasýningin 2013.
Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í
Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í
síma 899-3314 eða með tölvupósti til: einar@sodulsholt.is.
Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit,
fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum
flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að
biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma
með fleiri en 3-4 folöld
Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé,
enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og
yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi
með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.