06.02.2013 21:15

Vesturlandssýning 2013



Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands 
hafa ákveðið að efna til 
Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi,
laugardaginn 23. mars n. k.

Þetta er þriðja árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg en mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna2011 og 2012 og mun því allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust.

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með
góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á fram við eftirfarandi aðila:

          Arnar Asbjörnsson, arnarasbjorns@live.com  gsm: 841-8887
          Hlöðver  Hlöðversson, toddi@simnet.is  gsm: 661-7308
          Stefan Armannsson,  stefan@hroar.is gsm: 897-5194
          Heiða Dís Fjelsted,  heidadis@visir.is  gsm: 862-8932 (tengiliður vegna barna unglinga)

Undirbúningsnefndin

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vestu rlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 23. ma rs n. k. Þetta er þriðja árið í röð...
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar