13.02.2013 13:26
Þorrareið hjá Hólmurum
Þorrareið!!!!
Skemmtinefnd HEFST stendur fyrir reiðtúr og þorrafagnaði laugardaginn 16. febrúar.
Riðið verður frá hesthúsunum kl. 16:00 út fyrir Skjaldarvatn.
Þorramatur og skemmtilegheit verða í skemmunni hans Sæþórs uppá Hamraendum kl. 18:30
(í hestagallanum að sjálfsögðu).
Þar munum við skemmta okkur syngja og skoða myndir undir styrkri stjórn Bjössa málara.
Allir hvattir til að koma með gest.
Verð á mat er kr. 2000 á mann en hver sér um drykkjarföng fyrir sig.
Tilkynna verður um þátttöku til Sæa 841-2300 eða Lalla 898-0548 (SMS er best) fyrir hádegi á föstudag.
Sjáumst, skemmtinefndin
Skrifað af Siggu
Flettingar í dag: 892
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 343314
Samtals gestir: 47352
Tölur uppfærðar: 2.5.2025 17:32:17