10.03.2013 09:58
FEIF Youth Camp 2013
Nú er að fara í gang undirbúningur fyrir FEIF Youth Camp 2013. Í viðhengi þessa pósts er að finna helstu upplýsingar um búðirnar, sem að þessu sinni verða haldnar í Noregi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára á árinu og er margvísleg afþreying í boði og þetta hefur verið gríðarlega eftirsóttur viðburður á meðal unglinga í Íslandshestaheiminum.
Opnað hefur verið fyrir móttöku umsókna og umsóknareyðublað er að finna hér í viðhengi. Athugið að umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2013 og skulu útfylltar umsóknir berast til Hildu Karenar á netfangið hilda@landsmot.is fyrir þann tíma. Sú hin sama veitir upplýsingar um málið á skrifstofu LH í síma 514 4030 eða í gegnum tölvupóstinn.