27.03.2013 11:34

Páskatölt Dreyra

Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.

Skráningar sendist á netfangið motanefnddreyra@gmail.com fyrir kl. 22 miðvikudaginn 27. mars. Við skráningu komi fram upplýsingar um nafn og IS númer á hrossi, nafn og kennitala knapa, ásamt því upp á hvora höndina skuli sýna. Skráningu verður svarað, svo ef ekki berst svar hefur skráning misfarist og það er á ábyrgð keppenda að fylgja því eftir.

Skráningargjald í fullorðinsflokki er 2500.- fyrir fyrsta hest, en 1500.- fyrir hvern hest eftir það á sama knapa, en 1500.- fyrir börn, unglinga og ungmenni. Skráningargjöldin greiðist á reikning 552 14 601933 kt. 450382-0359 og senda staðfestingu á netfangið motanefnddreyra@gmail.com , fyrir kl. 23. miðvikudaginn 27. mars.

Kaffiveitingar á staðnum

Hlökkum til að sjá ykkur

Mótanefnd Dreyra.

Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar