17.02.2014 22:56

Hestamannavísur

Þessa vísur lét hann Andrés Kristjánsson mig hafa,
það var farið með þær í einhverri samkomu hjá Snæfelling 29. nóvember 1975.
Það vantar höfundinn að þessu. Lagið við þessar vísur er Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Gaman að þessu og endilega ef einhver á eitthvað skemmtilegt efni til að setja á síðuna má senda það í tölvupósti á herborg@emax.is
 
 
Hestamenn eru hér sveitum til sóma 
Sérlega ef að þeir komast á flakk.
Þó fái þeir almennt ekki of góða dóma
eiga þeir flest allir beisli og hnakk.
Halda þeir mót eins og hver maður sér
harðir að starfrækja reiðskóla hér.
 
Hnarreistir áfram um grundirnar geisa 
glenna út lappir og fetta sinn  haus.
Tölta og skokka og því næst svo þeysa
þannig er æfingin viðstöðu laus.
Hoppa yfir skurði og dóla yfir dý
detta af baki og standa upp á ný.
 
Enda er skylt að menn aðferðir læri 
auðvitað helst meðan stéttin er frísk.
Einn er með kaðal og annar með snæri
það er ekkert vit, nema hafa sinn písk.
En hvernig menn fóru, ég skrattann ei skil
á skeið, þegar reiðskólar voru ekki til.
 
Þess vegna enginn sál, inn má lúra
þá öllum gefst kostur á dag eftir dag.
Að fara í öndvegis útreiða túra
enda er það Snæfelllings langbesta fag.
Á rúntinum sjallast ég reiðlagið tem
er rass særi myndast, ég ber á það krem.
 
Að teygja sig fram, og að hallast til hliðar
er hesta manns aðall, sem hver og einn veit.
Og þegar að ekkert í áttina miðar
er einasta ráðið , að koma upp sveit.
Sem iðar og vaggar, eða eins og er sagt
fer upp og svo niður, í veglegum takt.
 
Það er því ákveðið yndi mitt besta
og ættu sem flestir að gera því skil.
Að eignast tvær, merar og eins marga hesta
og allt mun þá ganga, þeim mönnum í vil.
Og hleypa þeim svo yfir hæðir og mó
af hestunum fáum við aldrei í nóg.
 
 
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar