27.04.2014 15:43
Íþróttamót Glaðs
Opið íþróttamót
Mótið verður fimmtudaginn 1. maí
og hefst stundvíslega klukkan 10:00
Dagskrá:
Forkeppni:
Fjórgangur V2 - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2 - opinn flokkur
Tölt T7 - barnaflokkur
Tölt T3 - unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur
Pollaflokkur í reiðhöllinni - (9 ára og yngri), frjáls aðferð
Úrslit:
Fjórgangur - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur - opinn flokkur
Tölt - barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100m skeið
Skráningar:
Þið farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka á heimasíðu Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin á forsíðu. Á forsíðu skráningakerfisins smellið þið á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót, áframhaldið rekur sig sjálft. Munið að fylla í öll atriði og að fara í vörukörfu í lokin til að fá upplýsingar um greiðslu skráningagjalda.
Ekki er hægt að skrá í pollaflokkinn inn á sportfeng, sendið tölvupóst á Þórð eða Svölu. Ekkert skráningargjald er í pollaflokk og allir fá viðurkenningu.
Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!
Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 29. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!
Mótanefnd Glaðs