04.06.2014 23:53
Úrtaka fyrir Landsmótið
Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 14. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi. Mótið hefst kl. 10:00.
Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/. Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið: Úrtökumót hestamannafélaganna á Vesturlandi 2014 – IS2014GLA091. Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn íVörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið!
Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.
Skráningargjöld eru: kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga. Skráningargjöld eru: kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.
Keppt verður í eftiröldum greinum:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.
Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-. Pantanir á stíum hjá Ingvari, í síma: 843 9156, eða á netfanginu: johannaerla74@gmail.com.
Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.
Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við vallarnefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.
Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar; Ásdís Sigurðardóttir, í síma: 845 8828 og Stefán Ármannsson, í síma: 897 5194.
Hestamannafélögin á Vesturlandi