23.06.2014 20:25
Þolreið
Skráning johanna@landsmot.is. Frestur er fram á miðvikudaginn í næstu viku (2.júlí).
Þolreiðarkeppnin er frá reiðhöll Sleipnis á Selfossi að þjórsárbrú þar sem skipt er um knapa og hest og þaðan áfram í markið sem er á mótssvæðinu. Hvert lið er með 2 knapa og 2 hesta, annar knapinn ríður fyrri legginn, hinn seinni legginn. Hámarksfjöldi liða er 20, eða 40 knapar og hestar. Hvor leggur er innan við 20 km. Mæting er kl. 11.00 við reiðhöll Sleipnis þar sem fer fram dýralæknaskoðun áður en lagt er af stað. Þegar búið er að skoða alla hesta, skrá knapa og merkja verður ræst út með 30 sekúndna millibili. Knapar sem ríða seinni áfangann fara með hesta að Þjórsárbrú og bíða þar. Það má reikna með að hver leggur sé tæp klukkutíma reið.
Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin og eru þau veglegir eignarbikarar. Það lið sem lendir í efsta sæti fær að auki 2 flugfarmiða á heimsmeistaramótið í Herning á næsta ári.