06.09.2014 16:47

Árshátið hestamanna 15 nóvember

Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn á Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Þar verður dagskrá frá því fljótlega upp úr hádegi með fróðleik og afþreyingu. Hægt verður að nýta sundlaugina, íþróttahúsið og aðra aðstöðu sem fyrir hendi er að Laugum. Um kvöldið verður kvöldverður, skemmtidagskrá, tónlist og dans.
 
Nóg gistirými er að Laugum fyrir þá sem það vilja, bæði fullbúin hótelherbergi og svefnpokapláss. Hægt verður að fá morgunverð á sunnudagsmorgninum.
 
Allt verður þetta auglýst mikið betur innan fárra vikna en undirbúningur er í fullum gangi. Nú þegar er um að gera að taka helgina frá fyrir góða samveru með nágrannafélögum okkar. Einnig væri gott ef þið, hestamenn í Dölum og á Vesturlandi öllu, vilduð vera duglegir að tala sem mest um þessa skemmtun hver við annan svo að stemning skapist fyrir góðri mætingu.

Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar