07.11.2014 12:55
Snæfellingur í formannsframboð
Í hóp formannsframbjóðanda LH hefur Lárus Ástmar Hannesson gefið kost á sér.
Að vel ígrunduðu máli ákvað ég að gefa kost á mér til formanns Landsambands hestamannafélaga. Ég tel að minn bakgrunnur úr hestamennsku og félagsmálum nýtist vel til starfsins. Það er ákaflega mikilvægt að við hestamenn horfum í sömu átt fram á veginn öllum til hagsbóta. Það eru forréttindi að hafa valið sér þann lífstíl sem fellst í því að njóta samvista við hesta og hestamenn.
Ef ég fæ brautargengi sem formaður LH mun ég leggja mig fram, í samvinnu við það fólk sem velst í stjórn samtakanna, um að sameina krafta okkar allra svo við getum á sem bestan máta hlúð að hugðarefnum okkar hestamanna.