07.11.2014 12:55

Snæfellingur í formannsframboð

Í hóp formannsframbjóðanda LH hefur  Lárus Ástmar Hannesson gefið kost á sér.

Að vel ígrunduðu máli ákvað ég að gefa kost á mér til formanns Landsambands hestamannafélaga.  Ég tel að minn bakgrunnur úr hestamennsku og félagsmálum nýtist vel til starfsins.  Það er ákaflega mikilvægt að við hestamenn horfum í sömu átt fram á veginn öllum til hagsbóta.  Það eru forréttindi að hafa valið sér þann lífstíl sem fellst í því að njóta samvista við hesta og hestamenn. 

Ef ég fæ brautargengi sem formaður LH mun ég leggja mig fram, í samvinnu við það fólk sem velst í stjórn samtakanna, um að sameina krafta okkar allra svo við getum á sem bestan máta hlúð að hugðarefnum okkar hestamanna.

Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2537
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 430153
Samtals gestir: 53061
Tölur uppfærðar: 31.10.2025 23:18:22

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar