15.04.2015 21:55

Íþróttamót

Opið íþróttamót Snæfellings

í Stykkishólmi

laugardaginn 25. apríl

 

 

Opið  fyrir skráningar og verður opið til 21. apríl kl:23:59

 -Barnaflokkur -

V2( fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 

T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

 -Unglingafl. -

V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 

T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

 -Ungmennafl. - 

 V1 (fjórgangur einn inn á vellinum í einu),

 T1 (tölt einn inn á vellinum í einu).

 -2.flokkur. - 

Þrígangur (tölt, brokk og fet 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 

T7 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, Hægt tölt snúið við frjáls ferð á tölti). 

Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.

 -Opinn flokkur -

 V1,(fjórgangur)

 F1,(fimmgangur)

 T1,(tölt)  einn inn á vellinum í einu í öllum greinum í opna flokknum.

 Gæðingaskeið

Gæðingaskeið  er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.

  100 m skeið

 Pollaflokkur Hér mega allir taka þátt, verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu

skráning á staðnum í Pollaflokkinn

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana.  Sendið kvittun á olafur@fsn.is  Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 21. apríl á miðnætti og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.

  

Skráningakerfið - leiðbeiningar

Það er búið að útbúa kennslumyndband þar sem farið er í gegnum skráningu á mót með skráningakerfi okkar hestamanna. Myndbandið er hér.

Kveðja Mótanefnd Snæfellings

Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar