12.08.2015 10:53
Unglingaskiptin
Við hjá Unglingadeild Snæfellings höfum að undanförnu stadið i stórræðum. Sextán gestir frá Þýskalandi hafa verið í heimsókn hjá okkur, 12 ungmenni og 4 fararstjórar. Gestirnir komu til okkar vegna samstarfsverkefnis sem við erum í með hestamannafélaginu IPN Roderath. Við fórum í fyrra með ungmenni til Þýskalands og tókum núna á móti ungmennum eins og fyrr hefur komið fram. Samstarfsverkefnið hlaut styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Ýmislegt var gert þessa vikuna sem gestirnir voru hjá okkur, en í fyrirrúmi var íslenski hesturinn og starfsemi og menning sem tengist honum. Það voru mjög sátt ungmenni sem héldu heim og segjast þau öll ætla að koma aftur i heimsókn til Íslands.
Við viljum þakka öllum sem aðstoðuðu við móttökuna.
Bestu kveðjur
Nadine og Lalli