27.10.2015 22:22
Haustfundur Hrossvest
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.
Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt. Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.
Stjórnin.