12.06.2017 15:38

FM skráningar

FM 2017 - skráningar

Þá er komið að skráningu á Fjórðungsmót Vesturlands 2017 og fer hún fram í gegnum SportFeng.  En mótið verður í Borgarnesi dagana 28/6 til 2/7 2017 í Borgarnesi.  Dagskrá verður send út síðar eða að loknum skráningarfresti þegar hægt verður að tímasetja keppnisgreinar með tilliti til fjölda í hverri grein.  En forkeppni í gæðingakeppni öllum flokkum verður líklega á miðvikudegi og fimmtudegi 28. og 29/6 nk. 
  
ATH: Félögin sem eiga keppnisrétt á mótinu skulu annast skráningu á sínum keppendum í gæðingakeppnina, ekki keppendurnir sjálfir, og þar með eru félögin ábyrg fyrir skráningunni.  Þetta á við um skráningu í A flokk, B flokk, barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk.  En keppendur skrá sig sjálfir í tölt (tölt opinn flokkur og tölt 17 ára og yngri) og skeiðgreinar sem eru 100 m, 150 m og 250 m. 
  
Varðandi skráninguna skal þetta tekið fram: 
·         Hvert félag sem á keppnisrétt á mótinu má senda einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu (þannig að félag með t.d. 251-300 félagsmenn má senda 6 keppendur) 
·         Hægt verður að skrá frá og með sunnudeginum 11. júní 2017

  • Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní 2017.  Sami frestur er til að greiða skráningargjöldin og skráning öðlast ekki gildi fyrr en skráningargjald er greitt.
  • SportFengsnúmer mótsins er IS2017LM0132.
  • Skráningargjald í gæðingakeppni (A og B flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur) er 5.000 kr. á hvern hest.  Skráningargjald í tölti er 7.000 kr. á hvern hest en í skeiðgreinum 3.500 kr. á hvern hest.
  • Skráningargjöld skal greiða á reikning:
    • kt. 450405-2050
    • banki: 0326-26-002265
    • kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda skal send á netfangið thoing@centrum.is Mjög áríðandi að kvittun sé send á þetta netfang
  • Hvert félag má skrá tvo varahesta í hverja grein gæðingakeppninnar. Til að skrá varahest er hestur og knapi skráður inn í mótið í SportFeng en ekki merkt við neina keppnisgrein.  En senda þarf upplýsingar um varahestinn og í hvaða grein hann er varahestur í á netfangið thoing@centrum.is
  • Keppendur skrá sig sjálfir í tölt og skeiðgreinar í Skráningakerfi SportFengs og í lok skráningarferlisins koma fram upplýsingar um greiðslu skráningargjalda.
  
Félög eru hvött til að vera tímanlega með skráningar ef upp koma vandamál.  En komi upp vandamál skal hafa samband við Þórð Ingólfsson thoing@centrum.is eða s. 893 1125 
  
Ræktunarbú:  Þeir sem vilja taka þátt í sýningum ræktunarbúa skulu tilkynna það fyrir miðnætti 18/06 2017 á netfangið amundi@isl.is (s. 892 5678).  Skráningargjald á ræktunarbú er 50.000 og skal greiða það á sama reikning og tilgreindur er hér að ofan um leið og skráning fer fram og kvittun send á amundi@isl.is  Lágmarksfjöldi hrossa í ræktunarbússýningu er fimm hross.  Með skráningunni skal senda nafn hrossa sem munu taka þátt, ætterni, aldur og IS númer.  Einnig upplýsingar um knapa ef hægt er. 
  
Þess má geta að það verða verðlaun (peningar og/eða hlutir sem hafa peningalegt verðmæti) fyrir fyrsta sætið í tölti opnum flokki og fyrir fyrsta sætið í 100 m skeiði. 
  
Með von um góða þátttöku á fjórðungsmóti Vesturlands 2017 í Borgarnesi
 
Framkvæmdanefndin
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar