27.12.2017 00:59
Umsókn í afrekshóp LH 2018
Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.
Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.
Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.
Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).
Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.
Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson
Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið lh@lhhestar.is
ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.
Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu sunnuhv@gmail.com
Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.
Stjórn LH