14.01.2019 23:06
Knapamerkjanámskeið
Knapamerkjanámskeið
Snæfellingur ætlar að bjóða uppá knapamerki 1 í samstarfi við Bjarka Þór Gunnarsson og Elisabeth Marie.
Námskeiðið mun kosta 27.500 fyrir félagsmenn og mun Snæfellingur niðurgreiða fyrir börn svo það kostar 17.500 kr fyrir þau. Fyrir utanfélagmenn er þetta 33.000 kr. Borga þarf gjald í reiðhallirnar og verða það 500 fyrir hvert skipti og þá bætast við 5500 kr. fyrir hvern fullorðinn en börn, unglingar og ungmenni fá frítt í reiðhallirnar.
Reiknað er með 11 tímum í verklegt og bóklegi hlutinn verður unnið eitthvað samhliða verklegu en þó verða líka bóklegir tímar.
Kennt verður i reiðhöllunum á þéttbýlisstöðunum og í Söðulsholti og verður þessu eitthvað skipt niður eftir hvaðan nemendur koma og vera með eina helgi í Söðulsholti, stefnt er á 9 og 10 feb.
Reiknað er með að byrja í næstu viku
Bjarki tekur við skráningum í bjgu@mail.holar.is í síðasta lagi 17 janúar.
Greiða þarf 5000 kr. í staðfestingargjald um leið og skráð er inná reikning 0191 26 876 kt. 4409922189 og sendi kvittun á olafur@fsn.is
Við ætlum að bjóða uppá að borga eftirstöðvarnar í tvennu lagi. 1 feb. og 1. mars þeir sem hafa áhuga að þessu sendi línu á olafur@fsn.is
Stjórn Snæfellings