04.05.2019 23:27
Námskeið
Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Til stendur að halda námskeið og miða námskeiðið að keppni í gæðingakeppni.
Stefnt er á 5 skipti. Leiðbeinendur verða Siguroddur og Ásdís.
Kostar 8000 kr. fyrir félagsmenn. 25.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
Fyrsti tíminn yrði þriðjudaginn 7. Maí í Ólafsvík sem yrði sameiginlegur tími, bóklegur og sýnikennsla í reiðhöllinni.
Eftir það er reiknað með einum tíma í viku ca 30 mín. í einkakennslu og sennilegast á þriðjudögum
Nánara skipulag kemur svo þegar við sjáum hver þátttakan er.
Skráning siguroddur@gmail.com í síðasta lagi á mánudaginn 6 maí.