09.05.2019 16:54

Fundar um GDPR

Til HSH og UDN og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda

 

Sæl öll!

 

Eins og ÍSÍ hefur áður boðað, þá eru fyrirhugaðir fræðslufundir á vegum ÍSÍ varðandi innleiðingu nýju persónuverndarlaganna (GDPR).

Fundirnir eru haldnir í kjölfar útsendingu á innleiðingar- og upplýsingapakka sem ÍSÍ sendi til sambandsaðila sinna og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda í desembermánuði og eru hugsaðir til að hjálpa fólki af stað í þeirri vinnu sem framundan er.

Meðfylgjandi er bréf ÍSÍ vegna fundar um GDPR málefni sem boðaður er 14. maí nk. fyrir HSH og UDN og félög innan þeirra vébanda (sjá nánar í meðfylgjandi bréfi). Elías Atlason verkefnastjóri ÍSÍ mun stýra fundinum.

 

Vinsamlegast sendið þennan póst áfram til íþrótta- og ungmennafélaga innan ykkar vébanda ásamt viðhengi.

 

Við hvetjum alla viðkomandi að senda fulltrúa á fundinn.

Skráning er í gegnum heimasíðu ÍSÍ og er vefslóðin á skráninguna eftirfarandi:

http://www.isi.is/fraedsla/gdpr-skraning-a-namskeid/

Þátttakendur þurfa ekki að mæta með tölvu, frekar en þeir vilja.

 

Með von um góða þátttöku.

 

Kær kveðja

Elías Atlason

Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar