21.06.2020 23:16
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 27. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er opið öllum félögum í hestamannafélögum.
Dagskrá:
Kl. 10:00 Forkeppni
1. Tölt T3 opinn flokkur
2. Unglingaflokkur
10 mínútna hlé
3. Barnaflokkur
4. B-flokkur ungmenna
5. B-flokkur gæðinga
15 mínútna hlé
6. A-flokkur gæðinga
MATARHLÉ
Úrslit
1. Tölt T3
2. Unglingaflokkur
3. Barnaaflokkur
4. B-flokkur ungmenna
10 mínútna hlé
5. A-flokkur gæðinga
10 mínútna hlé
6. B-flokkur gæðinga
Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.
Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í matarhléinu.
Skráning:
Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.
Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt.
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 24. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is.
Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 26. júní.