08.06.2021 13:07
Afmæli Þjóðgarðarins
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fagnar 20 ára afmæli 28. júní næstkomandi.
Í tilefni af því verður afmælisdagskrá á vegum þjóðgarðsins alla vikuna frá 19. júní – 27. júní.
Sunnudaginn 27. júní er fyrirhuguð mikil afmælisdagskrá á Malarrifi sem byrjar kl: 14:00.
Einn af viðburðunum á sunnudeginum 27. júní er að hafa hesta til að teyma undir börnum frá ca 14:30 - 16:00.
Við erum því að leita til hestamanna á Snæfellsnesi sem gætu komið með þæga hesta og teymd undir börnunum.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafið samband við Eddu Báru í síma: 865-1688 eða Lindu Björk í netfangið: linda@ust.is