Flokkur: Fréttir

29.03.2011 17:05

Hestadagar

Hestadagar í Reykjavík
Stórsýning fjölskyldunnar reiðhöllinni Víðidal

Föstudagskvöldið 1.apríl næstkomandi verður haldin stórsýning fjölskyldunnar þar sem hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu munu sýna atriði, ásamt fleiri góðum gestum.

Dagskrá sýningarinnar verður fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Sýningin byrjar kl 20:00 og kostar 1000 kr inn, frítt fyrir 13.ára og yngri.

Fjölmennum ágætu hestamenn á fjölskyldusýningu í Víðidal. 

25.03.2011 10:45

Vesturlandssýningin

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi


Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við eftirtalda aðila:

 

Þeir verða á ferðinni á Snæfellsnesi á  sunnudaginn, svo endilega hafið samband við þá ef þið viljið fá þá í heimsókn
 
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang:  amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang:  baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang:  stefan@hroar.is

 

 
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00.
 
Hér áður fyrr voru sýningar haldnar af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi og það má segja að verið sé að endurvekja gamla siði.
 
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, skeiði, kynbótahrossum og  ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
 

 
Undirbúningsnefndin

__________________________________________________

22.03.2011 13:48

Dómaranámskeið

Nýdómara /landsdómaranámskeið í gæðingadómum
Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið  í  Gæðingadómum,ef næg þáttaka fæst,lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið. Námskeiðið verður  haldið í Reykjavík  29.apríl næstkomandi og hefst kl 14,00 og stendur fram á sunnudaginn  1.maí .  Námskeiðinu lýkur með prófi eftir hádegi.
Kennt verður í húsakynnum ÍSÍ og  á svæðum hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að skrá sig til leiks ekki seinna en miðvikud 20.apríl og staðfesta þáttöku með staðfestingargjaldi kr 25.000.   Verð námskeiðs og gagna er kr 58.000 fyrir nýdómaranámskeið og kr 38.000 fyrir Landsdómaranámskeið.  Gögn verða send  til viðkomandi um leið og skráningarfrest líkur.  Nauðsynlegt er  að fólk sé mjög vel undirbúið þegar námskeið hefst er þar átt við lög og reglur LH/Gæðingakeppni  og leiðara.  

Flest Hestamannafélög styrkja sitt fólk til þátttöku og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið og vera í sambandi ef frekari upplýsinga er óskað .
Skráning á námskeiðið og fyrispurninr skal senda á gaedingadomarar@gmail.is 
    

21.03.2011 16:11

Tímaplan

Reiðmámskeið 2011Mæting klukkan 
Kristín Halla6 
Agnes Eyþórsdóttir 6 
Birna Kristín6 
Lárus Sverirsson6 
Gunnar Kristjánsson  6 
Erna  í Bár6 
Sigurbjörg Pétursdóttir7 
Sædís Guðmundsdóttir7 
Guðrún Ösp                                        7 
Rut Leifsdóttir7 
Margret Sigurðardóttir7 
Friðrik Tryggva                       8 
Agnar Gestsson 8 
Jóhanna Bára        8 
Bjarni Jónasson8 
Ólafía Hjálmarsdóttir8 
Jóna Lind Bjarnadóttir8 
Skarphéðinn Ólafsson9 
Jón ágúst9 
Sigga Bjarnarhöfn9 
Brynjar Bjarnarhöfn           9 
Ólafur Tryggvason                9 
   
   
Börn  
Brinjar Friðriksson     5 
Harpa Lilja                                           5 
Fanney Gunnarsdóttir5 
Jóhann Snorri5 
   

20.03.2011 20:59

Hestadagar


                         

Hestadagar í Reykjavík

Hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu Andvari, Gustur, Hörður, Fákur, Sörli og Sóti hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá á Hestadögum í Reykjavík 28.mars til 2.apríl þar sem allir landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfiaugardaginn 2.apríl ættu hestamenn að taka sérstaklega frá því þá verður mikið um dýrðir. Dagskráin hefst með skrúðgöngu hestamannafélaganna upp Laugaveginn og sem leið liggur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Þar verður sett upp "Hestaþorp" með fjölbreyttri dagskrá, gangtegundasýning, járningasýning, hestateymingar, ýmislegt handverk verður boðið til sölu og margt fleira. Lokapunktur hátíðarinnar  verður ístöltið "Þeir allra sterkustu"  sem fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík laugardagskvöldið 2.apríl. Þar munu margir af sterkustu knöpum og hestum mæta til leiks.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með í Hestaþorpi á laugardeginum 2.april hafið samband við Ingibjörgu á straumver@gmail.com

Dagskrá Hestadaga í Reykjvík má finna á www.hestadagar.is 



18.03.2011 16:40

Landsmót

Miðasala Landsmóts 2011 er hafin!

Miðasala Landsmóts 2011, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26.júní til 3.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts, http://www.landsmot.is/.

Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 1.maí.
Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. N1 kortið veitir afslátt af eldsneyti og ýmsum vörum og þjónustu, t.d. á þjónustustöðvum, á hjólbarða- og smurverkstæðum, í verslunum, á sjálfsafgreiðslustöðvum og hjá fjölda samstarfsaðilum. Kortið er einstaklega auðvelt í notkun um land allt. Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins.

Á heimasíðu Landsmóts má finna glæsilegt kynningarmyndband um mótið.

16.03.2011 23:03

Hestadagar


Hestadagar í Reykjavík

Í tilefni af Hestadögum í Reykjavík sem verða 28. Mars - 2.apríl ætla Íshestar, hestaleiga og ferðaskrifstofa að vera með kynningu á starfsemi sinni og Hestadögum í Reykjavík , laugardaginn 19. mars  á Ingólfstorgi milli 14:00  og 15:00.   Einnig bjóða Íshestar uppá teymingar undir börnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

14.03.2011 14:50

Járninganámskeið

Járninganámskeið í Stykkishólmi sunnudaginn 20 mars kl.10 
Ef næg þátttaka næst.

Kennari er Erlendur Árnason járningameistari.
Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. Áætlað er að námskeiðið sé til kl. 17
Hægt er að koma með eiginn hest til að járna.
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20 fimmtudaginn 17 mars. 
í netfangið larusha@simnet.is eða í síma 898 0548 Lárus
Verð 12.000kr.

14.03.2011 12:48

Úrslit á Töltmóti


Töltmótið tókst ljómandi vel og þökkum við þeim í Söðulsholti kærlega fyrir að leyfa okkur að koma í þessa frábæra aðstöðu hjá þeim. Þökkum þeim sem komu og tóku þátt í þessu með okkur.
Vonum að allir hafi haft gaman af.


Byrjendur -17 ára

 Þau voru ánægð þegar þau fengu pening um hálsinn, 
 Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Hremmsa
 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Kapall
 Bjarki Þór Ásbergsson og Stjarni frá Brú
 Gísli Sigurbjörnsson og Slaufa


-17 ára vanir

1 Borghildur Gunnarsdóttir og Frosti frá Glæsibæ
2 Axel Örn Ásbergsson og Fiðla frá Borgarnesi
Guðný M. Siguroddsdóttir og Kári frá Reykjahlíð
4 Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hvinur
5 Fannney Gunnarsdóttir og Muni


2 og 1 flokkur í eldri


2 flokkur
1 Vilberg Þráinsson  og Greifi frá Reykhólum
2 Kristín Björk Guðmundsdóttir og Molla

1 flokkur
1 Sigríður J. Sigurðardóttir og Sproti frá Bakkakoti
2 Jón Ágúst Jónsson og Telpa frá Grafarkoti
3 Sæþór H Þorbergsson og Muggur frá Stykkishólmi


Opinn flokkur

1 Jón Bjarni Þorvarðarson og Hrókur Frá Bjarnarhöfn
2 Ásdís Ólöf Sigurðard og Vordís frá Hrísdal
3 Gunnar Sturluson og Glóð frá Kýrholti
4 Halldór Sigurkarlsson og Donna frá Króki
5 Ólafur Tryggvason og Sunna Frá Grundarfirði














10.03.2011 23:10

Ráslistar fyrir Töltmótið

-17 ára byrjendur       
1 Kolbrún Katla Halldórsdóttir   
1 Elísa Rún Vilbergsdóttur 
1 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir  
2 Fannney Gunnarsdóttir  
2 Bjarki Þór Ásbergsson 
2 Gísli Sigurbjörnsson 

-17 ára opinn
1 Hægri Axel Örn Ásbergsson 
1 Hægri Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir  
2 Hægri Borghildur Gunnarsdóttir
2 Hægri Guðný M. Siguroddsdóttir

2 flokkur, byrjendur
1 Vinstri Vilberg Þráinsson  
1 Vinstri Kristín Björk Guðmundsdóttir 
2 Vinstri Kristín Björk Guðmundsdóttir
 
1 flokkur, minna vanir
1 Hægri Sigríður J. Sigurðardóttir 
1 Hægri Jón Ágúst Jónsson 
   Hægri Sæþór H Þorbergsson

Opinn flokkur
1 Hægri Ólafur Tryggvason  
1 Hægri Halldór Sigurkarlsson 
2 Hægri Anne (gestur)  
2 Hægri Gunnar Sturluson 
3 Hægri Ásberg Jónsson 
3 Hægri Gunnar Tryggvason 
4 Hægri Ásdís Ólöf Sigurðard 
4 Hægri Jón Bjarni Þorvarðarson 
5 vinstri Siguroddur Pétursson 
5 vinstri Iðunn Svansdóttir    
  vinstri Halldór Sigurkarlsson
  

10.03.2011 22:58

Vesturlandssýning

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi
 
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00.
 
Hér áður fyrr voru sýningar haldnar af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi og það má segja að verið sé að endurvekja gamla siði.
 
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, skeiði, kynbótahrossum og  ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
 

Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang:  amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang:  baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang:  stefan@hroar.is
 
Undirbúningsnefndin

__________________________________________________

08.03.2011 09:44

Aðalfundur

Hrísdal, 7. mars 2011,

 

Til félaga í Hestamannafélaginu Snæfellingi

 

 

Boðun til aðalfundar

Stjórn Snæfellings boðar til aðalfundar félagsins að Breiðabliki, Eyja- og Miklaholtshreppi miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 20.  Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.  Eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér gesti.  Boðið verður upp á kaffiveitingar.

 

Með kveðju,

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings

04.03.2011 20:05

Reiðtúrinn verður ekki á morgun.

Fjörureiðtúrinn verður ekki á morgun, veður útlit er ekki gott fyrir morgundaginn.
Við reynum kannski einhvern tímann seinna að fara saman í reiðtúr.
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar