Færslur: 2011 Mars

15.03.2011 15:19

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið.

Fyrir hugað er að vera með reiðnámskeið í reiðhöllinni í Grundarfirði.

Áætlað er að byrja Þriðjudaginn 22 mars.

Kennari  verður  Lárus Ástmar Hannesson.

Kennt verður á þriðjudögum og  eina helgi .

Námskeiðið er 10 tímar og kostar 15 þús  +2 þús fyrir þá sem ekki eru með áskrift að reiðhöllinni.

Nemendur á grunnskóla aldri greiða ekki fyrir húsið.

Námskeiðið verður sett upp fyrir börn ,almennt námskeið og námskeið með áherslu á sýningar.

Skráning er hjá Ólafi Tryggvasyni í síma: 8918401 og á netfangið: olafur@fsn.is


14.03.2011 14:50

Járninganámskeið

Járninganámskeið í Stykkishólmi sunnudaginn 20 mars kl.10 
Ef næg þátttaka næst.

Kennari er Erlendur Árnason járningameistari.
Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. Áætlað er að námskeiðið sé til kl. 17
Hægt er að koma með eiginn hest til að járna.
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20 fimmtudaginn 17 mars. 
í netfangið larusha@simnet.is eða í síma 898 0548 Lárus
Verð 12.000kr.

14.03.2011 14:08

Aðalfundur

Minnum á aðalfundinn sem verður miðvikudagskvöldið 16 mars kl 20 á Breiðabliki.
Stjórnin

14.03.2011 12:48

Úrslit á Töltmóti


Töltmótið tókst ljómandi vel og þökkum við þeim í Söðulsholti kærlega fyrir að leyfa okkur að koma í þessa frábæra aðstöðu hjá þeim. Þökkum þeim sem komu og tóku þátt í þessu með okkur.
Vonum að allir hafi haft gaman af.


Byrjendur -17 ára

 Þau voru ánægð þegar þau fengu pening um hálsinn, 
 Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Hremmsa
 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Kapall
 Bjarki Þór Ásbergsson og Stjarni frá Brú
 Gísli Sigurbjörnsson og Slaufa


-17 ára vanir

1 Borghildur Gunnarsdóttir og Frosti frá Glæsibæ
2 Axel Örn Ásbergsson og Fiðla frá Borgarnesi
Guðný M. Siguroddsdóttir og Kári frá Reykjahlíð
4 Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hvinur
5 Fannney Gunnarsdóttir og Muni


2 og 1 flokkur í eldri


2 flokkur
1 Vilberg Þráinsson  og Greifi frá Reykhólum
2 Kristín Björk Guðmundsdóttir og Molla

1 flokkur
1 Sigríður J. Sigurðardóttir og Sproti frá Bakkakoti
2 Jón Ágúst Jónsson og Telpa frá Grafarkoti
3 Sæþór H Þorbergsson og Muggur frá Stykkishólmi


Opinn flokkur

1 Jón Bjarni Þorvarðarson og Hrókur Frá Bjarnarhöfn
2 Ásdís Ólöf Sigurðard og Vordís frá Hrísdal
3 Gunnar Sturluson og Glóð frá Kýrholti
4 Halldór Sigurkarlsson og Donna frá Króki
5 Ólafur Tryggvason og Sunna Frá Grundarfirði














10.03.2011 23:10

Ráslistar fyrir Töltmótið

-17 ára byrjendur       
1 Kolbrún Katla Halldórsdóttir   
1 Elísa Rún Vilbergsdóttur 
1 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir  
2 Fannney Gunnarsdóttir  
2 Bjarki Þór Ásbergsson 
2 Gísli Sigurbjörnsson 

-17 ára opinn
1 Hægri Axel Örn Ásbergsson 
1 Hægri Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir  
2 Hægri Borghildur Gunnarsdóttir
2 Hægri Guðný M. Siguroddsdóttir

2 flokkur, byrjendur
1 Vinstri Vilberg Þráinsson  
1 Vinstri Kristín Björk Guðmundsdóttir 
2 Vinstri Kristín Björk Guðmundsdóttir
 
1 flokkur, minna vanir
1 Hægri Sigríður J. Sigurðardóttir 
1 Hægri Jón Ágúst Jónsson 
   Hægri Sæþór H Þorbergsson

Opinn flokkur
1 Hægri Ólafur Tryggvason  
1 Hægri Halldór Sigurkarlsson 
2 Hægri Anne (gestur)  
2 Hægri Gunnar Sturluson 
3 Hægri Ásberg Jónsson 
3 Hægri Gunnar Tryggvason 
4 Hægri Ásdís Ólöf Sigurðard 
4 Hægri Jón Bjarni Þorvarðarson 
5 vinstri Siguroddur Pétursson 
5 vinstri Iðunn Svansdóttir    
  vinstri Halldór Sigurkarlsson
  

10.03.2011 22:58

Vesturlandssýning

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi
 
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00.
 
Hér áður fyrr voru sýningar haldnar af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi og það má segja að verið sé að endurvekja gamla siði.
 
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, skeiði, kynbótahrossum og  ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
 

Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang:  amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang:  baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang:  stefan@hroar.is
 
Undirbúningsnefndin

__________________________________________________

09.03.2011 23:12

Menningarferð

Menningarferð hestamanna á Snæfellsnesi verður 2. apríl þar sem við heimsækjum Hestadaga í Reykjavík og endum á Ístölti.

Nánar auglýst síðar

Nefndin

08.03.2011 09:47

Töltmót

Töltmót

Snæfellingur ætlar að halda Töltmót í Söðulsholti

föstudaginn 11 mars  kl. 19

Tveir flokkar fyrir keppendur 17 ára og yngri  
Byrjendur   (
leyfilegt að teyma undir krökkunum og allir fá viðurkenningu, engin úrslit)
Skráningargjald 500kr.

Opinn flokkur (venjulegt prógram)
Skráningjald er 1000kr á hest

Þrír flokkar fyrir eldri keppendur
2. flokkur, byrjendur  (
hægt tölt og fegurðartölt, ekki snúið við)
1. flokkur, minna vanir (
venjulegt prógram)
Opinn flokkur (
venjulegt prógram)

Skráningjargjald er 2000 kr. á fyrsta hest og 1000 kr. á annan hest    Skráningar þurfa að berst fyrir kl.16 miðvikudaginn 9 mars.

Skráning er í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584. 

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, hönd, nafn og kennitölu knapa, nafn og IS númer hests

Nánari upplýsingar birtast svo hér inni

Svo er bara að hafa með sér nesti og tjaldstól til að geta tyllt sér niður og eiga ánægjulega kvöldstund saman.

08.03.2011 09:44

Aðalfundur

Hrísdal, 7. mars 2011,

 

Til félaga í Hestamannafélaginu Snæfellingi

 

 

Boðun til aðalfundar

Stjórn Snæfellings boðar til aðalfundar félagsins að Breiðabliki, Eyja- og Miklaholtshreppi miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 20.  Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.  Eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér gesti.  Boðið verður upp á kaffiveitingar.

 

Með kveðju,

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings

05.03.2011 20:54

Sprettur frá Brimilsvöllum



1.verðlauna stóðhesturinn Sprettur frá Brimilsvöllum
 undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Yrpu frá Brimilsvöllum.
 Mynd af Sprett og Gunnari er tekin sumarið 2010. B: 7,80  H: 8,29 A: 8,10.
 Ræktandi: Gunnar Tryggvason, Brimilsvöllum.

04.03.2011 20:05

Reiðtúrinn verður ekki á morgun.

Fjörureiðtúrinn verður ekki á morgun, veður útlit er ekki gott fyrir morgundaginn.
Við reynum kannski einhvern tímann seinna að fara saman í reiðtúr.

03.03.2011 11:30

Hestadagar

Hestadagar í Reykjavík, undirbúningu í fullum gangi.

Undirbúningur fyrir hestadaga sem haldnir verða 26.mars til 2.apríl 2011 er nú í fullum gangi.    Dagská hátíðarinnar er tilbúin og má sjá á www.hestadagar.is

Laugardagurinn 2 .apríl verður einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.  Þar verður mikið um að vera allan daginn með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Búist er við miklum fjölda í Laugardalinn þennan dag.  Hestaþorp verður staðsett í miðjum garðinum þar sem handverksfólki og öðrum afþreyingarfyrirtækjum stendur til boða að vera með kynningar og sölubása.  Sölubásarnir sem verða á staðnum eru húsin (jólaþorpið) sem er í eigu Hafnafjarðarbæjar. Athugið að aðeins er um einn dag að ræða frá kl 10-17.  Þorpið verður sett upp föstudaginn 1.apríl

Verð fyrir daginn/plássið er kr 7.500,-

Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu sem gefur allar nánari upplýsingar um Hestaþorpið á straumver@gmail.com 

02.03.2011 13:45

Gunnar í stjórn FEIF

Gunnar Sturluson í stjórn FEIF


Gunnar Sturluson, lögfræðingur og hrossabóndi á Hrísdal á Snæfellsnesi, var kjörinn í stjórn FEIF á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var í Sviss um helgina. Gunnar er einnig varaformaður Landssambands Hestamannafélaga. Jón Albert Sigurbjörnsson, sem hafði setið í stjórn um nokkurra ára skeið, gaf ekki kost á sér, né heldur Wolfgang Berg, Þýskalandi. Ekki kemur fram á vef FEIF hvaða hlutverki Gunnar gegnir í stjórninni.


Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar